Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 07:08 Mazouk segir ómögulegt að sleppa gíslunum á meðan árásir Ísraelsmanna standa yfir. Netanyahu segir hlé ekki verða gerð fyrir en gíslunum verður sleppt. epa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31