Fiskidagurinn mikli heyrir sögunni til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 14:21 Fiskidagurinn mikli var fyrst haldinn á Dalvík árið 2001. Vísir/Tryggvi Páll Fiskidagurinn mikli, sem haldinn hefur verið frá árinu 2001 heyrir nú sögunni til. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskideginum mikla. Stjórn samnefnds félags sem haldið hefur utan um hátíðina hefur nú ákveðið að láta staðar numið, samkvæmt tilkynningu. Þá segir að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla 2024 hafi verið tekin ákvörðun um að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Um 600 þúsund gestir frá upphafi Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. „Áhugi styrktaraðila, sjálfboðaliða, samstarfsfélaga og landsmanna reyndist síst minni en áður. Samkoman tókst afskaplega vel og greinilegur áhugi fyrir því að við skyldum halda ótrauð áfram sumarið 2024,“ segir í tilkynningunni. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins og um 130 fyrirtæki voru styrktaraðilar Fiskidagsins mikla hverju sinni. Loks þakkar stjórn Fiskidagsins mikla íbúum Dalvíkurbyggðar, sjálfboðaliðum sem hjálpuðu við undirbúning hátíðarinnar, gestum og fjölskyldum í byggðarlaginu sem opnuðu heimili sín fyrir gestum á súpukvöldum. Orðrómur varð að veruleika Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla sagði í samtali við fréttastofu í ágúst að hann botnaði ekki í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn í ár yrði sá síðasti. Hann sagði aldrei hafa komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. Þá sagði hann gaman að geta loksins farið af stað aftur. Friðrik Ómar bregst við fréttunum Tónlistarmaðurinn og Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, sem ár hvert hefur spilað stórt hlutverk í hátíðinni, hefur brugðist við tíðindunum á Instagram. „Þakklæti er mér efst í huga nú þegar Fiskidagurinn Mikli heyrir sögunni til. Takk Dalvík fyrir að taka á móti um 600 þúsund gestum á 20 árum. Takk allir listamenn sem fram komu og mitt kæra samstarfsfólk í þessu stórkostlega verkefni. Takk Júlli! Bestur. Takk Samherji fyrir að treysta mér fyrir Fiskidagstónleikunum. Áfram Dalvík,“ skrifar Friðrik við Instagram færslu og lætur myndir af ýmsum fiskidagsminningum fylgja. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Fréttin hefur verið uppfærð. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 „Ekki auðveld ákvörðun“ Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19. 26. mars 2022 11:54 Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. 10. júlí 2022 09:04 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskideginum mikla. Stjórn samnefnds félags sem haldið hefur utan um hátíðina hefur nú ákveðið að láta staðar numið, samkvæmt tilkynningu. Þá segir að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla 2024 hafi verið tekin ákvörðun um að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Um 600 þúsund gestir frá upphafi Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. „Áhugi styrktaraðila, sjálfboðaliða, samstarfsfélaga og landsmanna reyndist síst minni en áður. Samkoman tókst afskaplega vel og greinilegur áhugi fyrir því að við skyldum halda ótrauð áfram sumarið 2024,“ segir í tilkynningunni. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins og um 130 fyrirtæki voru styrktaraðilar Fiskidagsins mikla hverju sinni. Loks þakkar stjórn Fiskidagsins mikla íbúum Dalvíkurbyggðar, sjálfboðaliðum sem hjálpuðu við undirbúning hátíðarinnar, gestum og fjölskyldum í byggðarlaginu sem opnuðu heimili sín fyrir gestum á súpukvöldum. Orðrómur varð að veruleika Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla sagði í samtali við fréttastofu í ágúst að hann botnaði ekki í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn í ár yrði sá síðasti. Hann sagði aldrei hafa komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. Þá sagði hann gaman að geta loksins farið af stað aftur. Friðrik Ómar bregst við fréttunum Tónlistarmaðurinn og Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, sem ár hvert hefur spilað stórt hlutverk í hátíðinni, hefur brugðist við tíðindunum á Instagram. „Þakklæti er mér efst í huga nú þegar Fiskidagurinn Mikli heyrir sögunni til. Takk Dalvík fyrir að taka á móti um 600 þúsund gestum á 20 árum. Takk allir listamenn sem fram komu og mitt kæra samstarfsfólk í þessu stórkostlega verkefni. Takk Júlli! Bestur. Takk Samherji fyrir að treysta mér fyrir Fiskidagstónleikunum. Áfram Dalvík,“ skrifar Friðrik við Instagram færslu og lætur myndir af ýmsum fiskidagsminningum fylgja. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Fréttin hefur verið uppfærð.
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 „Ekki auðveld ákvörðun“ Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19. 26. mars 2022 11:54 Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. 10. júlí 2022 09:04 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43
„Ekki auðveld ákvörðun“ Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19. 26. mars 2022 11:54
Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. 10. júlí 2022 09:04