Ljósleiðaradeildin: Dusty tók sigur gegn Atlantic Snorri Már Vagnsson skrifar 2. nóvember 2023 22:16 Thor og LeFluff áttu báðir stórleik í æsispennandi leik. Ljósleiðaradeildin Atlantic og NOCCO Dusty mættust í kvöld á Nuke í Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn
Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn