Þórsarar mæta ÍA í fyrsta leik og að honum loknum etja kappi NOCCO Dusty og Atlantic. Dusty og Þór eru jöfn á toppi deildarinnar með 12 stig hvort.
Í síðasta leik kvöldsins mætast Ármann og Ten5ion, en Ármann duttu niður í fjórða sæti eftir sigur FH gegn ÍBV á þriðjudaginn. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum neðst í fréttinni.
