Nóvemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku vatnsberinn minn, það er búið að vera töluverður þungi yfir þér að undanförnu, þó einmitt núna hefur þú ekki neina sérstaka ástæðu til að vera daufur. Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur og ekkert vera að rembast við neitt þó að í þér blundi að vera stærsti foss landsins. Þú ert ekkert sérlega þekktur fyrir það að fara milliveginn vegna þess að í öllum aðstæðum þá fagnarðu þeim fjölbreytileika sem lífið gefur þér. Núna er gott fyrir þig að kyrra orkuna þína og vera athugull á það sem er að gerast í kring um þig, nær eða fjær. Og mundu líka fimm daga regluna! Þegar að þér finnst allt vera svart, þá get ég lofað þér að eftir fimm daga, þegar þú sérð að enginn er yfir þig hafinn og þú sérð að það finnst öllum í kringum þig að þú hafir sterk tök á því sem þú ert að gera þá hverfur svartnættið og sólin skín úr öllum áttum. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn En þú kallar oft til þín þessa dagana þá krísu að þér finnist þú ekki vera að standa þig í stykkinu. Hvort sem það eru verkefni, nám eða annað sem að er mikilvægt. Þér finnst þú of oft vera einn í heiminum og það er að vissu leiti rétt í þeim skilningi að ef þú ætlar að gera eitthvað þá þarftu að stóla bara á sjálfan þig. Annars hreyfist allt lötur hægt því þú ert að bíða eftir að aðrir framkvæmi eitthvað sem þeir munu ekki gera. Ástin verður innilegri og þú færð einhvern vegin meiri skilning og dýpt að vita hvað er ást. Það eru ótal mörg tækifæri fyrir þig á þessu tímabili og þá sérstaklega í kring um áttunda nóvember og næstu fimm daga þar á eftir. Þá skaltu beita fyrir þig allri þeirri þrjósku sem þú hefur og einkennir þitt merki svo sannarlega, og gera hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá. Sterkasta setningin þín er þá „I did it my way!“ Kossar og knús Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur og ekkert vera að rembast við neitt þó að í þér blundi að vera stærsti foss landsins. Þú ert ekkert sérlega þekktur fyrir það að fara milliveginn vegna þess að í öllum aðstæðum þá fagnarðu þeim fjölbreytileika sem lífið gefur þér. Núna er gott fyrir þig að kyrra orkuna þína og vera athugull á það sem er að gerast í kring um þig, nær eða fjær. Og mundu líka fimm daga regluna! Þegar að þér finnst allt vera svart, þá get ég lofað þér að eftir fimm daga, þegar þú sérð að enginn er yfir þig hafinn og þú sérð að það finnst öllum í kringum þig að þú hafir sterk tök á því sem þú ert að gera þá hverfur svartnættið og sólin skín úr öllum áttum. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn En þú kallar oft til þín þessa dagana þá krísu að þér finnist þú ekki vera að standa þig í stykkinu. Hvort sem það eru verkefni, nám eða annað sem að er mikilvægt. Þér finnst þú of oft vera einn í heiminum og það er að vissu leiti rétt í þeim skilningi að ef þú ætlar að gera eitthvað þá þarftu að stóla bara á sjálfan þig. Annars hreyfist allt lötur hægt því þú ert að bíða eftir að aðrir framkvæmi eitthvað sem þeir munu ekki gera. Ástin verður innilegri og þú færð einhvern vegin meiri skilning og dýpt að vita hvað er ást. Það eru ótal mörg tækifæri fyrir þig á þessu tímabili og þá sérstaklega í kring um áttunda nóvember og næstu fimm daga þar á eftir. Þá skaltu beita fyrir þig allri þeirri þrjósku sem þú hefur og einkennir þitt merki svo sannarlega, og gera hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá. Sterkasta setningin þín er þá „I did it my way!“ Kossar og knús Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira