Nóvemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku vatnsberinn minn, það er búið að vera töluverður þungi yfir þér að undanförnu, þó einmitt núna hefur þú ekki neina sérstaka ástæðu til að vera daufur. Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur og ekkert vera að rembast við neitt þó að í þér blundi að vera stærsti foss landsins. Þú ert ekkert sérlega þekktur fyrir það að fara milliveginn vegna þess að í öllum aðstæðum þá fagnarðu þeim fjölbreytileika sem lífið gefur þér. Núna er gott fyrir þig að kyrra orkuna þína og vera athugull á það sem er að gerast í kring um þig, nær eða fjær. Og mundu líka fimm daga regluna! Þegar að þér finnst allt vera svart, þá get ég lofað þér að eftir fimm daga, þegar þú sérð að enginn er yfir þig hafinn og þú sérð að það finnst öllum í kringum þig að þú hafir sterk tök á því sem þú ert að gera þá hverfur svartnættið og sólin skín úr öllum áttum. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn En þú kallar oft til þín þessa dagana þá krísu að þér finnist þú ekki vera að standa þig í stykkinu. Hvort sem það eru verkefni, nám eða annað sem að er mikilvægt. Þér finnst þú of oft vera einn í heiminum og það er að vissu leiti rétt í þeim skilningi að ef þú ætlar að gera eitthvað þá þarftu að stóla bara á sjálfan þig. Annars hreyfist allt lötur hægt því þú ert að bíða eftir að aðrir framkvæmi eitthvað sem þeir munu ekki gera. Ástin verður innilegri og þú færð einhvern vegin meiri skilning og dýpt að vita hvað er ást. Það eru ótal mörg tækifæri fyrir þig á þessu tímabili og þá sérstaklega í kring um áttunda nóvember og næstu fimm daga þar á eftir. Þá skaltu beita fyrir þig allri þeirri þrjósku sem þú hefur og einkennir þitt merki svo sannarlega, og gera hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá. Sterkasta setningin þín er þá „I did it my way!“ Kossar og knús Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur og ekkert vera að rembast við neitt þó að í þér blundi að vera stærsti foss landsins. Þú ert ekkert sérlega þekktur fyrir það að fara milliveginn vegna þess að í öllum aðstæðum þá fagnarðu þeim fjölbreytileika sem lífið gefur þér. Núna er gott fyrir þig að kyrra orkuna þína og vera athugull á það sem er að gerast í kring um þig, nær eða fjær. Og mundu líka fimm daga regluna! Þegar að þér finnst allt vera svart, þá get ég lofað þér að eftir fimm daga, þegar þú sérð að enginn er yfir þig hafinn og þú sérð að það finnst öllum í kringum þig að þú hafir sterk tök á því sem þú ert að gera þá hverfur svartnættið og sólin skín úr öllum áttum. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn En þú kallar oft til þín þessa dagana þá krísu að þér finnist þú ekki vera að standa þig í stykkinu. Hvort sem það eru verkefni, nám eða annað sem að er mikilvægt. Þér finnst þú of oft vera einn í heiminum og það er að vissu leiti rétt í þeim skilningi að ef þú ætlar að gera eitthvað þá þarftu að stóla bara á sjálfan þig. Annars hreyfist allt lötur hægt því þú ert að bíða eftir að aðrir framkvæmi eitthvað sem þeir munu ekki gera. Ástin verður innilegri og þú færð einhvern vegin meiri skilning og dýpt að vita hvað er ást. Það eru ótal mörg tækifæri fyrir þig á þessu tímabili og þá sérstaklega í kring um áttunda nóvember og næstu fimm daga þar á eftir. Þá skaltu beita fyrir þig allri þeirri þrjósku sem þú hefur og einkennir þitt merki svo sannarlega, og gera hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá. Sterkasta setningin þín er þá „I did it my way!“ Kossar og knús Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira