Sigurganga FH heldur áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 23:12 FH er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur gegn ÍBV. FH og ÍBV mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn var spilaður í kjarnorkuverinu á Nuke og stilltu Eyjamenn sér upp í vörn í fyrri hálfleik. FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport
FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport