Sjö dagar af óútskýranlegum hamförum Forlagið 2. nóvember 2023 12:45 Náttúrulögmálin er söguleg skáldsaga eftir Eirík Örn Norðdahl sem gefur einstaka, galsafengna og oft og tíðum karnivalíska mynd af bæjarlífi Ísafjarðar á miklum umbreytingartímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Eiríkur Örn Norðdahl heimsækir heimabæ sinn Ísafjörð í nýjustu skáldsögu sinni sem ber heitið Náttúrulögmálin og kom út hjá Forlaginu um miðjan október. Um er að ræða sögulega skáldsögu sem gefur einstaka, galsafengna og oft og tíðum karnivalíska mynd af bæjarlífi Ísafjarðar á miklum umbreytingartímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Höfundur dregur upp mynd af bæjarstemningu og staðarminni og bregður á leik með heimildir og sögulegar staðreyndir í hrífandi og bráðskemmtilegri sögu sem er óður til heimabæjar hans. Eiríkur segir það hafa verið mjög gaman og botnlaust fróðlegt að sökkva sér svona í fortíðina og fá að spranga um í húsum sem eru löngu horfin, ekki síst Felli, sem langafi hans átti þegar það brann löngu fyrir hans tíð. „Ég vissi svo sem að Ísafjörður hefði verið líflegur bær áður en ég byrjaði að stúdera hann – en að þar hefðu verið mörg veitingahús og á sjötta tug verslana var nú samt meira en ég átti von á. Og stöðugar siglingar, sérstaklega til Kaupmannahafnar og Spánar, ríkulegt tónlistarlíf og bóksala, kraftmikil pólitík og alls kyns átök um heimsins mál. Hlutfallslega var Ísafjörður auðvitað miklu stærri bær þá. Íslendingar voru fjórum sinnum færri, en Ísfirðingar voru eiginlega nákvæmlega jafn margir nú og þá.“ Náttúrulögmálin er níunda skáldsaga Eiríks. Sögusvið bókarinnar er Ísafjörður, snemma sumars árið 1925. Biskup Íslands, séra Jón Hallvarðsson, hefur kallað til prestastefnu á Ísafirði. Hann er nýtekinn við embætti en fyrirrennari hans í starfi, Trölla-Baldur Sigmundsson, varð kuklinu að bráð, fór að sjá drauga og afturgöngur, og hóf að skrifa langar ritgerðir um spíritisma í blöðin, svo valdamiklir menn í samfélaginu töldu að eitthvað yrði að gera. „Hafið þér heyrt af þjóðtrú þeirri sem segir að ef sjö prestar og einn eineygður standi fyrir dyrum Ísafjarðarkirkju muni Gleiðarhjalli allur losna af Eyrarfjalli og hrynja yfir bæinn? Og þar með verði bundinn endi á alla mannabyggð á Ísafirði?“ Þess vegna er Jón Hallvarðsson orðinn biskup, sjálfur vildi hann bara verða venjulegur vaktari, og þess vegna er hann kominn til Ísafjarðar, til að láta taka eina ljósmynd af „sjö prestum og einum eineygðum“ fyrir dyrum Ísafjarðarkirkju. Ljósmyndin á að birtast framan á Morgunblaðinu til að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. En með uppátækinu hleypir biskup af stað ófyrirsjáanlegri atburðarás þar sem náttúra staðarins kallast á við náttúru mannsins og við taka sjö dagar sem einkennast af óútskýranlegum hamförum. Í kjölfarið fer lífið í bænum á hliðina, prestastefnan leysist upp í vitleysu, biskupinn tekur upp ástarsamband við búðarloku bæjarins og ýmsir dulrænir atburðir eiga sér stað sem menn takast á um hvort stafi af vísindalegum meiði, guðlegum eða eins og Líkafrón Larsen, ríkisskjalavörður og tengdafaðir biskups segir, af svokölluðu deleríumtremens; sameiginlegu ölæði íbúanna. Eiríkur Örn Norðdahl bregður sér til Ísafjarðar sumarið 1925 í nýjustu bók sinni Náttúrulögmálin. Mynd/Björn Pálsson. Í sögu sinni dregur Eiríkur upp skrautlega og skemmtilega mynd af bænum og fólkinu sem vafalaust á eftir að koma lesendum á óvart. „Ég reisi auðvitað bæinn upp á nýtt – læt aðstæður og fyrirtæki og hús og stofnanir vera söm, passa upp á að geopólitísk og kosmísk staða bæjarins sé ekki röng, heldur einmitt eins og hún var, og lagðist í heilmikla vinnu til að svo mætti verða. En ég losa mig við allt „raunverulegt“ fólk og byggi mínar sögupersónur ekki á neinum sérstökum – með einni undantekningu, sem lesendur mega reyna að finna – og þessar sögupersónur komu mér stöðugt á óvart.“ Sögupersónurnar eru reyndar alls ekki allar Ísfirðingar, svo því sé haldið til haga. „Það er afar gestkvæmt í bókinni, 100 prestar frá öllum landshornum á sveimi, og ein aðalsöguhetjan er frá Stykkishólmi, herra Jón Hallvarðsson, „yngsti, fallegasti og óviljugasti biskup Íslandssögunnar“. Hann segir bæinn samt eiga að vera kunnuglegur. „Ég lagði upp með að þetta yrði ekki „plássleysa“, engin Sviðinsvík eða örnefnalaust svæði, eins og vill svo oft verða í skáldsögum sem gerast utan Reykjavíkur. Ég vildi að maður fyndi fyrir staðnum, að hann væri alvöru.“ Undanfarnar vikur hefur Eiríkur ferðast um landið, kynnt bókina sína og lesið upp úr henni. „Ég er sérlegur áhugamaður um afmiðjun íslensks menningarlífs – að það eigi sér líka stað utan Reykjavíkur, að íslensk menning stækki nóg til að sprengja búbbluna sína, hætti að vera mónókúltúr, ég vil rugla í fagurfræðilegu einstefnunni sem litlir menningarheimar búa sér til, meðvitað og ómeðvitað, og þetta er liður í því.“ Viðtökur hafa verið allavegana að hans sögn. „Patreksfjörður var dásemd, eins og Siglufjörður, og það var ægilega gaman í Háskólanum á Akureyri. Eiginlega var Ísafjörður erfiðastur – ég var svo nervus – og svo hefur auðvitað sums staðar verið heldur gisið. En á flestum stöðum hefur þetta meira en sloppið og hingað til hefur líka undantekningarlaust verið gaman, sem er ekki svo lítils virði fyrir mann sem alla jafna er hlekkjaður einn við tölvu í lokuðu herbergi.“ Og salan hefur gengið vel. „Bóksalan hefur verið stórkostleg. Ég er ekki búinn með þriðjung ferðarinnar og er þegar að verða uppiskroppa með bækur. En Forlagið ætlar víst að reyna að bjarga mér um fleiri eintök.“ Eiríkur Örn Norðdahl er fæddur á Ísafirði árið 1978. Hann er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og einn af upphafsmönnum skáldahópsins Nýhil. Eiríkur Örn hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín, til dæmis Illsku (2012) sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, Prix Transfuge í Frakklandi og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Náttúrulögmálin er hans níunda skáldsaga. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira
Um er að ræða sögulega skáldsögu sem gefur einstaka, galsafengna og oft og tíðum karnivalíska mynd af bæjarlífi Ísafjarðar á miklum umbreytingartímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Höfundur dregur upp mynd af bæjarstemningu og staðarminni og bregður á leik með heimildir og sögulegar staðreyndir í hrífandi og bráðskemmtilegri sögu sem er óður til heimabæjar hans. Eiríkur segir það hafa verið mjög gaman og botnlaust fróðlegt að sökkva sér svona í fortíðina og fá að spranga um í húsum sem eru löngu horfin, ekki síst Felli, sem langafi hans átti þegar það brann löngu fyrir hans tíð. „Ég vissi svo sem að Ísafjörður hefði verið líflegur bær áður en ég byrjaði að stúdera hann – en að þar hefðu verið mörg veitingahús og á sjötta tug verslana var nú samt meira en ég átti von á. Og stöðugar siglingar, sérstaklega til Kaupmannahafnar og Spánar, ríkulegt tónlistarlíf og bóksala, kraftmikil pólitík og alls kyns átök um heimsins mál. Hlutfallslega var Ísafjörður auðvitað miklu stærri bær þá. Íslendingar voru fjórum sinnum færri, en Ísfirðingar voru eiginlega nákvæmlega jafn margir nú og þá.“ Náttúrulögmálin er níunda skáldsaga Eiríks. Sögusvið bókarinnar er Ísafjörður, snemma sumars árið 1925. Biskup Íslands, séra Jón Hallvarðsson, hefur kallað til prestastefnu á Ísafirði. Hann er nýtekinn við embætti en fyrirrennari hans í starfi, Trölla-Baldur Sigmundsson, varð kuklinu að bráð, fór að sjá drauga og afturgöngur, og hóf að skrifa langar ritgerðir um spíritisma í blöðin, svo valdamiklir menn í samfélaginu töldu að eitthvað yrði að gera. „Hafið þér heyrt af þjóðtrú þeirri sem segir að ef sjö prestar og einn eineygður standi fyrir dyrum Ísafjarðarkirkju muni Gleiðarhjalli allur losna af Eyrarfjalli og hrynja yfir bæinn? Og þar með verði bundinn endi á alla mannabyggð á Ísafirði?“ Þess vegna er Jón Hallvarðsson orðinn biskup, sjálfur vildi hann bara verða venjulegur vaktari, og þess vegna er hann kominn til Ísafjarðar, til að láta taka eina ljósmynd af „sjö prestum og einum eineygðum“ fyrir dyrum Ísafjarðarkirkju. Ljósmyndin á að birtast framan á Morgunblaðinu til að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. En með uppátækinu hleypir biskup af stað ófyrirsjáanlegri atburðarás þar sem náttúra staðarins kallast á við náttúru mannsins og við taka sjö dagar sem einkennast af óútskýranlegum hamförum. Í kjölfarið fer lífið í bænum á hliðina, prestastefnan leysist upp í vitleysu, biskupinn tekur upp ástarsamband við búðarloku bæjarins og ýmsir dulrænir atburðir eiga sér stað sem menn takast á um hvort stafi af vísindalegum meiði, guðlegum eða eins og Líkafrón Larsen, ríkisskjalavörður og tengdafaðir biskups segir, af svokölluðu deleríumtremens; sameiginlegu ölæði íbúanna. Eiríkur Örn Norðdahl bregður sér til Ísafjarðar sumarið 1925 í nýjustu bók sinni Náttúrulögmálin. Mynd/Björn Pálsson. Í sögu sinni dregur Eiríkur upp skrautlega og skemmtilega mynd af bænum og fólkinu sem vafalaust á eftir að koma lesendum á óvart. „Ég reisi auðvitað bæinn upp á nýtt – læt aðstæður og fyrirtæki og hús og stofnanir vera söm, passa upp á að geopólitísk og kosmísk staða bæjarins sé ekki röng, heldur einmitt eins og hún var, og lagðist í heilmikla vinnu til að svo mætti verða. En ég losa mig við allt „raunverulegt“ fólk og byggi mínar sögupersónur ekki á neinum sérstökum – með einni undantekningu, sem lesendur mega reyna að finna – og þessar sögupersónur komu mér stöðugt á óvart.“ Sögupersónurnar eru reyndar alls ekki allar Ísfirðingar, svo því sé haldið til haga. „Það er afar gestkvæmt í bókinni, 100 prestar frá öllum landshornum á sveimi, og ein aðalsöguhetjan er frá Stykkishólmi, herra Jón Hallvarðsson, „yngsti, fallegasti og óviljugasti biskup Íslandssögunnar“. Hann segir bæinn samt eiga að vera kunnuglegur. „Ég lagði upp með að þetta yrði ekki „plássleysa“, engin Sviðinsvík eða örnefnalaust svæði, eins og vill svo oft verða í skáldsögum sem gerast utan Reykjavíkur. Ég vildi að maður fyndi fyrir staðnum, að hann væri alvöru.“ Undanfarnar vikur hefur Eiríkur ferðast um landið, kynnt bókina sína og lesið upp úr henni. „Ég er sérlegur áhugamaður um afmiðjun íslensks menningarlífs – að það eigi sér líka stað utan Reykjavíkur, að íslensk menning stækki nóg til að sprengja búbbluna sína, hætti að vera mónókúltúr, ég vil rugla í fagurfræðilegu einstefnunni sem litlir menningarheimar búa sér til, meðvitað og ómeðvitað, og þetta er liður í því.“ Viðtökur hafa verið allavegana að hans sögn. „Patreksfjörður var dásemd, eins og Siglufjörður, og það var ægilega gaman í Háskólanum á Akureyri. Eiginlega var Ísafjörður erfiðastur – ég var svo nervus – og svo hefur auðvitað sums staðar verið heldur gisið. En á flestum stöðum hefur þetta meira en sloppið og hingað til hefur líka undantekningarlaust verið gaman, sem er ekki svo lítils virði fyrir mann sem alla jafna er hlekkjaður einn við tölvu í lokuðu herbergi.“ Og salan hefur gengið vel. „Bóksalan hefur verið stórkostleg. Ég er ekki búinn með þriðjung ferðarinnar og er þegar að verða uppiskroppa með bækur. En Forlagið ætlar víst að reyna að bjarga mér um fleiri eintök.“ Eiríkur Örn Norðdahl er fæddur á Ísafirði árið 1978. Hann er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og einn af upphafsmönnum skáldahópsins Nýhil. Eiríkur Örn hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín, til dæmis Illsku (2012) sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, Prix Transfuge í Frakklandi og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Náttúrulögmálin er hans níunda skáldsaga.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira