„Svo þegar þeir fara að dæma þá koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 13:01 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins. „Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira