Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2023 10:01 AP/Ohad Zwigenberg Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. Ráðamenn í Ísrael sögðu frá því í morgun að hermenn þeirra væru enn inn á Gasaströndinni, sem gefur til kynna að ekki sé um áhlaup að ræða heldur að einhverskonar innrás sé hafin. Herinn segir að umfang árása á jörðu niðri verði aukið. Leiðtogar Hamas segja að til átaka hafi komið í norðurhluta Gasa og hafa heitið því að berjast gegn Ísraelum af fullum krafti. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir sem beindust gegn umfangsmiklum göngum Hamas-samtakanna undir Gasaströndinni. IDF says it struck some 150 underground Hamas targets in the Gaza Strip overnight. pic.twitter.com/sfSC0urYyI— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 28, 2023 Í frétt BBC segir að sprengingarnar á Gasa séu nærri því stöðugar og sömuleiðis heyrist skothríð frá norðurhluta svæðisins. Þá berist svo gott sem engar upplýsingar frá Gasaströndinni sjálfri. Fréttamaður BBC á Gasaströndinni tókst að senda inn innslag í morgun þar sem hann lýsti aðstæðum sem „algerri óreiðu“. Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði eftir því í gærkvöldi að sprengjuregnið á Gasaströndina yrði stöðvað. Sendiherra Ísraels staðhæfði þó að Ísraelar myndu ekki láta af árásum sínum fyrr en búið væri að útrýma Hamas-samtökunum. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar, segir að samskiptaleysið geri sjúkraflutningamönnum ómögulegt að sækja sært fólk, samkvæmt frétt Reuters. Ekki sé heldur hægt að finna skjól undan sprengjuregninu. Reports of intense bombardment in Gaza are extremely distressing. Evacuation of patients is not possible under such circumstances, nor to find safe shelter.The blackout is also making it impossible for ambulances to reach the injured.We are still out of touch with our staff — Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) October 28, 2023 Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, höfðu 7.326 Palestínumenn fallið í átökum Ísraela í gærkvöldi og 18.967 höfðu særst. Þá eru um 1,4 milljónir íbúa Gasastrandarinnar á vergangi innan svæðisins en Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Um 1.400 Ísraelar féllu í árásum Hamas-samtakanna þann 7. október og þar af lang flestir óbreyttir borgarar. 5.431 er sagður hafa særst, bæði í áðurnefndum árásum og eldflaugaárásum og 250 þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín. Þá er talið að 229 gíslar séu í haldi Hamas á Gasa. Árásirnar í gærkvöldi og í nótt voru mjög umfangsmiklar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru. 27. október 2023 13:46 Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. 26. október 2023 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ráðamenn í Ísrael sögðu frá því í morgun að hermenn þeirra væru enn inn á Gasaströndinni, sem gefur til kynna að ekki sé um áhlaup að ræða heldur að einhverskonar innrás sé hafin. Herinn segir að umfang árása á jörðu niðri verði aukið. Leiðtogar Hamas segja að til átaka hafi komið í norðurhluta Gasa og hafa heitið því að berjast gegn Ísraelum af fullum krafti. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir sem beindust gegn umfangsmiklum göngum Hamas-samtakanna undir Gasaströndinni. IDF says it struck some 150 underground Hamas targets in the Gaza Strip overnight. pic.twitter.com/sfSC0urYyI— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 28, 2023 Í frétt BBC segir að sprengingarnar á Gasa séu nærri því stöðugar og sömuleiðis heyrist skothríð frá norðurhluta svæðisins. Þá berist svo gott sem engar upplýsingar frá Gasaströndinni sjálfri. Fréttamaður BBC á Gasaströndinni tókst að senda inn innslag í morgun þar sem hann lýsti aðstæðum sem „algerri óreiðu“. Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði eftir því í gærkvöldi að sprengjuregnið á Gasaströndina yrði stöðvað. Sendiherra Ísraels staðhæfði þó að Ísraelar myndu ekki láta af árásum sínum fyrr en búið væri að útrýma Hamas-samtökunum. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar, segir að samskiptaleysið geri sjúkraflutningamönnum ómögulegt að sækja sært fólk, samkvæmt frétt Reuters. Ekki sé heldur hægt að finna skjól undan sprengjuregninu. Reports of intense bombardment in Gaza are extremely distressing. Evacuation of patients is not possible under such circumstances, nor to find safe shelter.The blackout is also making it impossible for ambulances to reach the injured.We are still out of touch with our staff — Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) October 28, 2023 Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, höfðu 7.326 Palestínumenn fallið í átökum Ísraela í gærkvöldi og 18.967 höfðu særst. Þá eru um 1,4 milljónir íbúa Gasastrandarinnar á vergangi innan svæðisins en Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Um 1.400 Ísraelar féllu í árásum Hamas-samtakanna þann 7. október og þar af lang flestir óbreyttir borgarar. 5.431 er sagður hafa særst, bæði í áðurnefndum árásum og eldflaugaárásum og 250 þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín. Þá er talið að 229 gíslar séu í haldi Hamas á Gasa. Árásirnar í gærkvöldi og í nótt voru mjög umfangsmiklar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru. 27. október 2023 13:46 Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. 26. október 2023 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03
Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru. 27. október 2023 13:46
Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. 26. október 2023 11:01