„Svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2023 21:37 Glódís Perla bar fyrirliðabandið og var valin maður leiksins. Hér sést hún hrifsa boltann af markaskoraranum Amalie Vangsgaard. Vísir / Hulda Margrét Íslenska landsliðið mátti þola sárt og svekkjandi 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildar kvenna. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins og maður leiksins að mati álitsgjafa Vísis, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn