Opnar dyrnar fyrir Messi að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 09:30 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigurinn í Katar fyrir tæpu ári. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi gæti mögulega endaði landsliðsferilinn á óvæntan hátt næsta sumar. Góður vinur hans sem lék með honum í argentínska landsliðinu vill fá hann í sitt landslið. Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Sjá meira
Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Sjá meira