Blikar höfðu betur í botnbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:29 Eyjamenn eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Breiðablik vann mikilvægan sigur er liðið mætti ÍBV í botnbaráttu Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira