Blikar höfðu betur í botnbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:29 Eyjamenn eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Breiðablik vann mikilvægan sigur er liðið mætti ÍBV í botnbaráttu Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti
Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti