Gekk örna sinna á fjallstoppi í Nepal í mínus 27 Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 20:01 Tómas á toppi tindsins. Búinn að takast á við magapestina. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan. Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan.
Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira