Móðurhlutverkið hefur hjálpað Söndru Maríu að verða betri leikmaður Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:30 Ekki er langt síðan að Sandra María Jessen sneri aftur í íslenska landsliðið. Hún lék í september síðastliðnum sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021. vísir/Diego Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Sandra María Jessen. Segir ákveðna eiginleika móðurhlutverksins hafa nýst sér í að verða betri leikmaður og liðsfélagi. Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05