Móðurhlutverkið hefur hjálpað Söndru Maríu að verða betri leikmaður Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:30 Ekki er langt síðan að Sandra María Jessen sneri aftur í íslenska landsliðið. Hún lék í september síðastliðnum sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021. vísir/Diego Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Sandra María Jessen. Segir ákveðna eiginleika móðurhlutverksins hafa nýst sér í að verða betri leikmaður og liðsfélagi. Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira
Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05