FH batt enda á sigurgöngu Ármanns Dagur Lárusson skrifar 24. október 2023 22:31 FH-ingar hrósuðu sigri. FH gerði sér lítið fyrir og batt enda á sigurgöngu Ármanns í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis. Ármann hóf leikinn betur í sókninni og sigruðu skammbyssulotuna en FH voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn í 1-1. Ármann náðu yfirhöndinni í byrjun leiks og komust í stöðuna 1-4. Sókn Ármanns náði að viðhalda forskotinu í fyrri hálfleik en FH fylgdu þeim þó fast á eftir og eftir tólf lotur var staðan 5-7. FH-ingurinn Mozar7 átti stórleik á Vappanum sínum, en hann var með 15 fellur í hálfleik. Þrátt fyrir velgengni Mozar7 tókst FH ekki að sigra fleiri lotur í fyrri hálfleik og Ármann fóru því með forystuna inn í hálfleik. Staðan í hálfleik 5-10 FH-ingar höfðu brekku að brölta í seinni hálfleik með 5 lotu mismun í Ármann en þó byrjuðu FH seinni hálfleikinn hárrétt og sigruðu skammbyussulotuna. FH-ingurinn Wzrd leiddi liðið sitt á sigurbraut í seinni hálfleik og FH-ingar jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tóku æsispennandi lokalotur þar sem liðin deildu sigrum með sér sitt á hvað. FH-ingar náðu loksins forystunni í stöðunni 14-13. Ármann fundu ekki sigurleiðir sínar að nýju og FH-ingar sigldu burt með sigurinn. Lokatölur: 16-13 Eftir ótrúlegan viðsnúning á Anubis bæta FH-ingar við sig stigum og sitja enn í 5. sæti, nú með 8 stig. Ármann þurfa að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og eru nú komnir í fjórða sæti deildarinnar. Rafíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti
Leikurinn fór fram á Anubis. Ármann hóf leikinn betur í sókninni og sigruðu skammbyssulotuna en FH voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn í 1-1. Ármann náðu yfirhöndinni í byrjun leiks og komust í stöðuna 1-4. Sókn Ármanns náði að viðhalda forskotinu í fyrri hálfleik en FH fylgdu þeim þó fast á eftir og eftir tólf lotur var staðan 5-7. FH-ingurinn Mozar7 átti stórleik á Vappanum sínum, en hann var með 15 fellur í hálfleik. Þrátt fyrir velgengni Mozar7 tókst FH ekki að sigra fleiri lotur í fyrri hálfleik og Ármann fóru því með forystuna inn í hálfleik. Staðan í hálfleik 5-10 FH-ingar höfðu brekku að brölta í seinni hálfleik með 5 lotu mismun í Ármann en þó byrjuðu FH seinni hálfleikinn hárrétt og sigruðu skammbyussulotuna. FH-ingurinn Wzrd leiddi liðið sitt á sigurbraut í seinni hálfleik og FH-ingar jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tóku æsispennandi lokalotur þar sem liðin deildu sigrum með sér sitt á hvað. FH-ingar náðu loksins forystunni í stöðunni 14-13. Ármann fundu ekki sigurleiðir sínar að nýju og FH-ingar sigldu burt með sigurinn. Lokatölur: 16-13 Eftir ótrúlegan viðsnúning á Anubis bæta FH-ingar við sig stigum og sitja enn í 5. sæti, nú með 8 stig. Ármann þurfa að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og eru nú komnir í fjórða sæti deildarinnar.
Rafíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti