Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2023 20:44 Palestínumenn leita aðstandenda í rústum byggingar sem varð fyrir sprengjuregni Ísraelshers í dag. AP Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira