Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 20:00 Rúi og Stúi standa sig frábærlega á sviðinu í Aratungu eins og allir aðrir leikarar verksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Menning Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Sjá meira
Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Menning Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Sjá meira