Dularfullur dauðdagi vísindamanns Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2023 16:25 Háskólinn í Barcelona Wikimedia Commons Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af. Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira