Dularfullur dauðdagi vísindamanns Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2023 16:25 Háskólinn í Barcelona Wikimedia Commons Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af. Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart. Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira