Neymar fór grátandi af velli þegar Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 10:01 Óttast er að Neymar hafi orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik Brasilíu og Úrúgvæ. getty/Guillermo Legaria Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ, 2-0, í undankeppni HM 2026 í gær. Til að bæta gráu ofan á svart fór stórstjarnan Neymar meiddur af velli í fyrri hálfleik. Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira