Hann tekur við stjórnartaumunum af Þorláki Árnasyni, sem lét af störfum eftir nýliðna leiktíð. Sigurður var síðast aðstoðarþjálfari Vals, en þar áður var hann þjálfari Leiknis. Undir stjórn Sigurðar komst Leiknir upp í efstu deild árið 2021, en féll aftur á síðasta ári.
„Siggi var efstur á lista stjórnar frá upphafi og sá eini sem við fórum í viðræður við. Erum við því virkilega ánægðir með ráðninguna, hlökkum til samstarfsins og bjóðum hann velkominn í Þorpið,“ segir Sveinn Elías, formaður knattspyrnudeildar Þórs á heimasíðu félagsins.
— Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) October 17, 2023
Þór hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið fékk 27 stig í 22 leikjum. Sigurður hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og fær því góðan tíma til að gera atlögu að sæti í deild þeirra bestu.