Markametið hans Gylfa í tölum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 12:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér seinna markinu sínu í gær með því var hann orðinn sá markahæsti í sögu landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson bætti í gær markamet íslenska karlalandsliðsins þegar hann varð sá fyrsti í sögunni til að skora 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Gylfi bæði jafnaði og bætti metið með því að skora tvisvar í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Eiður Smári Guðjohnsen hafði átti metið frá 2006 og Kolbeinn Sigþórsson hafði átt það með honum undanfarin fjögur ár. Gylfi skoraði sitt fyrsta mark 22 ára gamall en hann er nú 34 ára gamall. Þetta var fyrsta landsliðsmarkið hans frá því í leik á móti Ungverjum í Búdapest í nóvember 2020. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar staðreyndir um markamet Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér sitt 27. mark fyrir íslenska landsliðið.Vísir/Hulda Margrét Markamet Gylfa í tölum 27 Gylfi er orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi en hann hefur skorað einu marki meira en Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson. 80 Gylfi sló metið í sínum áttugasta landsleik. Hann hefur spilað færri leiki en Kolbeinn (64) en fleiri leiki en Eiður Smári (88). Hann skoraði líka í sínum sextugasta og sjötugasta landsleik. 6253 Eiður Smári Guðjohnsen var búinn að eiga markamet landsliðsins í 17 ár, 1 mánuð og 14 daga eða í samtals 6253 daga. Eiður jafnaði metið 2. september 2006 og sló það síðan rúmu ári síðar eða 13. október 2007. 4 Gylfi er aðeins fjórði leikmaðurinn sem eignast markametið. Albert Guðmundsson skoraði fyrstu mörk landsliðsins 1947. Ríkharður Jónsson jafnaði metið hans 1948 og sló það síðan 1951. Ríkharður átti það síðan einn til 2006 þegar Eiður Smári jafnaði það. Eiður átti það síðan einn frá 2007 til ársins 2019 þegar Kolbeinn Sigþórsson jafnaði það. Þeir Eiður og Kolbeinn áttu það síðan saman þar til í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét 7.10.2011 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliði í leik á móti Portúgal haustið 2011. Hann var þá 22 ára og 29 daga gamall. 89% Gylfi hefur skoraði 24 af 27 landsliðsmörkum sínum í keppnisleikjum. 14 í undankeppni EM, 8 í í undankeppni HM, 1 í úrslitakeppni HM og 1 í úrslitakeppni EM. 1 Gylfi er eini Íslendingurinn sem hefur skorað bæði í úrslitakeppni EM og úrslitakeppni HM. Hann skoraði á móti Ungverjum á EM 2016 og á móti Króatíu á HM 2018. 11 Gylfi hefur skorað fyrir íslenska landsliðið á ellefu almanaksárum eða 2011 (1), 2012 (1), 2013 (3), 2014 (4), 2015 (3), 2016 (2), 2017 (4), 2018 (2), 2018 (2), 2019 (2) 2020 (3) og 2023 (2). Hann hefur skorað á öllum árum sem hann hefur spilað nema fyrsta árið hans sem var 2010. 16 Gylfi hefur skorað á móti sextán þjóðum þar af var Liechtenstein tíunda þjóðin sem Gylfi nær að skora tvö eða fleiri mörk á móti. Vísir/Hulda Margrét 3 Gylfi hefur skorað flest mörk á móti Holland eða þrjú. Hann skoraði þessi þrjú mörk í tveimur leikjum á móti Hollandi í undankeppni EM 2016. 5 Þetta var fimmta tvenna Gylfa fyrir landsliðið en hann hefur einnig skorað tvö mörk í landsleik á móti Slóveníu (2013), Hollandi (2014), Úkraínu (2017) og Rúmeníu (2020). 13 af 27 Gylfi hefur skorað 13 af landsliðsmörkum sínum á Laugardalsvellinum og það er bara Eiður Smári Guðjohnsen (16) sem hefur skorað fleiri landsliðsmörk á þjóðarleikvanginum. 9 Gylfi hefur skorað níu af landsliðsmörkum sínum úr vítaspyrnu. 76. Þetta er uppáhaldsmínúta Gylfa með landsliðinu en hann hefur skorað þrjú af mörkum sínum á þessari mínútu. Hann hefur auk þess skorað tvö mörk á 78. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði markametið úr þessari vítaspyrnu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Myndir: Gylfi Þór markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö markanna og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 17. október 2023 08:30 Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. 16. október 2023 21:37 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Gylfi bæði jafnaði og bætti metið með því að skora tvisvar í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Eiður Smári Guðjohnsen hafði átti metið frá 2006 og Kolbeinn Sigþórsson hafði átt það með honum undanfarin fjögur ár. Gylfi skoraði sitt fyrsta mark 22 ára gamall en hann er nú 34 ára gamall. Þetta var fyrsta landsliðsmarkið hans frá því í leik á móti Ungverjum í Búdapest í nóvember 2020. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar staðreyndir um markamet Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér sitt 27. mark fyrir íslenska landsliðið.Vísir/Hulda Margrét Markamet Gylfa í tölum 27 Gylfi er orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi en hann hefur skorað einu marki meira en Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson. 80 Gylfi sló metið í sínum áttugasta landsleik. Hann hefur spilað færri leiki en Kolbeinn (64) en fleiri leiki en Eiður Smári (88). Hann skoraði líka í sínum sextugasta og sjötugasta landsleik. 6253 Eiður Smári Guðjohnsen var búinn að eiga markamet landsliðsins í 17 ár, 1 mánuð og 14 daga eða í samtals 6253 daga. Eiður jafnaði metið 2. september 2006 og sló það síðan rúmu ári síðar eða 13. október 2007. 4 Gylfi er aðeins fjórði leikmaðurinn sem eignast markametið. Albert Guðmundsson skoraði fyrstu mörk landsliðsins 1947. Ríkharður Jónsson jafnaði metið hans 1948 og sló það síðan 1951. Ríkharður átti það síðan einn til 2006 þegar Eiður Smári jafnaði það. Eiður átti það síðan einn frá 2007 til ársins 2019 þegar Kolbeinn Sigþórsson jafnaði það. Þeir Eiður og Kolbeinn áttu það síðan saman þar til í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét 7.10.2011 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliði í leik á móti Portúgal haustið 2011. Hann var þá 22 ára og 29 daga gamall. 89% Gylfi hefur skoraði 24 af 27 landsliðsmörkum sínum í keppnisleikjum. 14 í undankeppni EM, 8 í í undankeppni HM, 1 í úrslitakeppni HM og 1 í úrslitakeppni EM. 1 Gylfi er eini Íslendingurinn sem hefur skorað bæði í úrslitakeppni EM og úrslitakeppni HM. Hann skoraði á móti Ungverjum á EM 2016 og á móti Króatíu á HM 2018. 11 Gylfi hefur skorað fyrir íslenska landsliðið á ellefu almanaksárum eða 2011 (1), 2012 (1), 2013 (3), 2014 (4), 2015 (3), 2016 (2), 2017 (4), 2018 (2), 2018 (2), 2019 (2) 2020 (3) og 2023 (2). Hann hefur skorað á öllum árum sem hann hefur spilað nema fyrsta árið hans sem var 2010. 16 Gylfi hefur skorað á móti sextán þjóðum þar af var Liechtenstein tíunda þjóðin sem Gylfi nær að skora tvö eða fleiri mörk á móti. Vísir/Hulda Margrét 3 Gylfi hefur skorað flest mörk á móti Holland eða þrjú. Hann skoraði þessi þrjú mörk í tveimur leikjum á móti Hollandi í undankeppni EM 2016. 5 Þetta var fimmta tvenna Gylfa fyrir landsliðið en hann hefur einnig skorað tvö mörk í landsleik á móti Slóveníu (2013), Hollandi (2014), Úkraínu (2017) og Rúmeníu (2020). 13 af 27 Gylfi hefur skorað 13 af landsliðsmörkum sínum á Laugardalsvellinum og það er bara Eiður Smári Guðjohnsen (16) sem hefur skorað fleiri landsliðsmörk á þjóðarleikvanginum. 9 Gylfi hefur skorað níu af landsliðsmörkum sínum úr vítaspyrnu. 76. Þetta er uppáhaldsmínúta Gylfa með landsliðinu en hann hefur skorað þrjú af mörkum sínum á þessari mínútu. Hann hefur auk þess skorað tvö mörk á 78. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði markametið úr þessari vítaspyrnu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Myndir: Gylfi Þór markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö markanna og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 17. október 2023 08:30 Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. 16. október 2023 21:37 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Myndir: Gylfi Þór markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö markanna og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 17. október 2023 08:30
Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. 16. október 2023 21:37
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45