Åge viss um að Gylfi muni slá markametið bara kannski ekki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld á móti Liechtenstein í síðasta heimaleik Íslands. „Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira