Sumir eru alltaf fúlir á mánudögum á meðan aðrir eru góðir alla daga Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. október 2023 07:06 Sumir eru alltaf í góðu skapi í vinnunni en oftar pirraðir heima. Hvers vegna er það? Sumir pirrast yfir fréttum eða láta fólk í kringum sig fara í taugarnar á sér. Hvað er hægt að gera í því? Ef við viljum vera besta útgáfan af okkur sjálfum þurfum við að gefa sjálfinu okkar tíma daglega. Vísir/Getty Við getum öll átt okkar góðu daga og síðan þessa blessuðu daga sem teljast víst ekki eins góðir. Mánudagur telst víst líka sá dagur vikunnar sem er hvað óvinsælastur. Margir sérstaklega þreyttir að vakna á morgnana og skapsveiflurnar geta verið eftir því í dag. Í dag ætlum við hins vegar að velta fyrir okkur í hvernig skapi við erum yfir höfuð. Því það er svo margt sem við getum lært af því að vera meðvituð um það. Ekki síst ef markmiðið er að vilja vera okkar besta útgáfa. Tillagan sem við leggjum til núna er að í dag og fram á sunnudag skráum við niður í örstuttu máli í hvernig skapi við erum. Við byrjum á því að skrifa niður í hvernig skapi við vorum í gær sunnudag: Að morgni, um miðjan dag, um kvöld. Gerum það sama í fyrramálið með daginn í dag; mánudag. Og koll af kolli. Athugið að þetta er ekki aðeins verkefni fyrir fólk sem á erfitt með skapið sitt. Fólk sem er að jafnaði í mjög góðu skapi og jákvætt, getur líka lært af því. Vegna þess að það sem gerist eftir vikuna er þrennt: Við eigum auðvelt með að sjá hvað triggerar okkur ef skapið er ekki nógu gott. Oft eru þetta hlutir sem við vitum nú þegar. Til dæmis ef við erum vansvefta, svöng eða stressuð. En með því að skrá heiðarlega niður hvernig skap-vikan okkar verður, sjáum við enn skýrar hverjir triggerarnir eru. Við verðum meðvitaðri um það hvernig okkur líður hverja stund. Sem er af hinu góða. Að vera meðvituð um það hvernig okkur líður leiðir til þess að við erum líklegri til að einbeita okkur enn betur að því að líða vel og vera okkar besta útgáfa. Eða gerum okkur grein fyrir því að við verðum að fá aðstoð fagaðila og þá getur skap-vikuskráningin líka hjálpað til. Síðast en ekki síst gerist það oftast að við ósjálfrátt förum í umbætur. Því þegar að hugurinn verður upptekinn af því að vakta skapið okkar, virðist það gerast ósjálfrátt að undirmeðvitundin fer að vinna í því að við náum sem bestri útkomu. Förum jafnvel fyrr að sofa því okkur langar ekki til að skrifa skrá niður að við höfum verið frekar pirruð við krakkana morguninn eftir og svo framvegis. Triggerar sem eru nokkuð algengir, til viðbótar við að vera vansvefta, of svöng eða stressuð, eru atriði eins og: Við erum að láta einhvern í kringum okkur fara í taugarnar á okkur, stuða okkur, pirra okkur. Þetta getur verið einstaklingur í fjölskyldunni eða í vinnunni. Sumir verða leiðir eða pirraðir yfir fréttum Veðrið getur haft áhrif á skapið okkar Hormónabreytingar, breytingaskeið. Á einnig við um karlmenn Áfengi eða vímuefnaneysla Lélegt matarræði Hreyfingarleysi Til viðbótar geta verið alvarlegri þættir eins og þunglyndi, kvíði, líkamlegir verkir og svo framvegis. Ef svo er, er mikilvægt að leita til læknis. En við erum alls ekki búin hér…. Því markmið vikunnar er alls ekkert aðeins það að læra að þekkja hvað triggerar pirring í okkur eða hvenær við virðumst stuðast, verða fúl og leiðinleg. Þvert á móti er ætlunin líka að læra betur á það hvað triggerar okkur í besta skapið. Eftir vikuna er því mjög gott að horfa á skap-skráninguna okkar og reyna að lesa úr því hvað yfirlitið er að kenna okkur með bestu dagana og besta skapið. Hvað einkenndi þessa daga? Hvað var öðruvísi hjá þér þá? Hvers vegna varstu í svona góðu skapi? Það er svo sannarlega til mikils að vinna því staðreyndin er sú að okkur langar öllum til að líða sem best sem oftast. Þá er þessi skapskráning ákveðin heiðarleikaspurning til okkar sjálfra. Dæmi: Erum við í góðu skapi í vinnunni en oftar pirruð heima? Og ef já, er það virkilega það sem við viljum eða teljum eðlilegt? Þannig að jú, verkefninu geta fylgt áskoranir og vangaveltur sem við megum alveg hugsa svolítið um hvað við viljum gera með. Að gefa okkur sjálfum samt smá tíma er hins vegar alltaf af því góða því sjálfið okkar á það til að verða svolítið útundan. Sjálfið sem þó ætti alltaf að fá góðan tíma hjá okkur daglega. Að prófa að skrá skapið okkar niður í eina viku niður gæti verið leið sem vísar okkur veginn að einhverju enn skemmtilegra átaki eða leið sem við teldum vera góða fyrir okkur sjálf. Hvers vegna ekki að prófa? Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Mánudagur telst víst líka sá dagur vikunnar sem er hvað óvinsælastur. Margir sérstaklega þreyttir að vakna á morgnana og skapsveiflurnar geta verið eftir því í dag. Í dag ætlum við hins vegar að velta fyrir okkur í hvernig skapi við erum yfir höfuð. Því það er svo margt sem við getum lært af því að vera meðvituð um það. Ekki síst ef markmiðið er að vilja vera okkar besta útgáfa. Tillagan sem við leggjum til núna er að í dag og fram á sunnudag skráum við niður í örstuttu máli í hvernig skapi við erum. Við byrjum á því að skrifa niður í hvernig skapi við vorum í gær sunnudag: Að morgni, um miðjan dag, um kvöld. Gerum það sama í fyrramálið með daginn í dag; mánudag. Og koll af kolli. Athugið að þetta er ekki aðeins verkefni fyrir fólk sem á erfitt með skapið sitt. Fólk sem er að jafnaði í mjög góðu skapi og jákvætt, getur líka lært af því. Vegna þess að það sem gerist eftir vikuna er þrennt: Við eigum auðvelt með að sjá hvað triggerar okkur ef skapið er ekki nógu gott. Oft eru þetta hlutir sem við vitum nú þegar. Til dæmis ef við erum vansvefta, svöng eða stressuð. En með því að skrá heiðarlega niður hvernig skap-vikan okkar verður, sjáum við enn skýrar hverjir triggerarnir eru. Við verðum meðvitaðri um það hvernig okkur líður hverja stund. Sem er af hinu góða. Að vera meðvituð um það hvernig okkur líður leiðir til þess að við erum líklegri til að einbeita okkur enn betur að því að líða vel og vera okkar besta útgáfa. Eða gerum okkur grein fyrir því að við verðum að fá aðstoð fagaðila og þá getur skap-vikuskráningin líka hjálpað til. Síðast en ekki síst gerist það oftast að við ósjálfrátt förum í umbætur. Því þegar að hugurinn verður upptekinn af því að vakta skapið okkar, virðist það gerast ósjálfrátt að undirmeðvitundin fer að vinna í því að við náum sem bestri útkomu. Förum jafnvel fyrr að sofa því okkur langar ekki til að skrifa skrá niður að við höfum verið frekar pirruð við krakkana morguninn eftir og svo framvegis. Triggerar sem eru nokkuð algengir, til viðbótar við að vera vansvefta, of svöng eða stressuð, eru atriði eins og: Við erum að láta einhvern í kringum okkur fara í taugarnar á okkur, stuða okkur, pirra okkur. Þetta getur verið einstaklingur í fjölskyldunni eða í vinnunni. Sumir verða leiðir eða pirraðir yfir fréttum Veðrið getur haft áhrif á skapið okkar Hormónabreytingar, breytingaskeið. Á einnig við um karlmenn Áfengi eða vímuefnaneysla Lélegt matarræði Hreyfingarleysi Til viðbótar geta verið alvarlegri þættir eins og þunglyndi, kvíði, líkamlegir verkir og svo framvegis. Ef svo er, er mikilvægt að leita til læknis. En við erum alls ekki búin hér…. Því markmið vikunnar er alls ekkert aðeins það að læra að þekkja hvað triggerar pirring í okkur eða hvenær við virðumst stuðast, verða fúl og leiðinleg. Þvert á móti er ætlunin líka að læra betur á það hvað triggerar okkur í besta skapið. Eftir vikuna er því mjög gott að horfa á skap-skráninguna okkar og reyna að lesa úr því hvað yfirlitið er að kenna okkur með bestu dagana og besta skapið. Hvað einkenndi þessa daga? Hvað var öðruvísi hjá þér þá? Hvers vegna varstu í svona góðu skapi? Það er svo sannarlega til mikils að vinna því staðreyndin er sú að okkur langar öllum til að líða sem best sem oftast. Þá er þessi skapskráning ákveðin heiðarleikaspurning til okkar sjálfra. Dæmi: Erum við í góðu skapi í vinnunni en oftar pirruð heima? Og ef já, er það virkilega það sem við viljum eða teljum eðlilegt? Þannig að jú, verkefninu geta fylgt áskoranir og vangaveltur sem við megum alveg hugsa svolítið um hvað við viljum gera með. Að gefa okkur sjálfum samt smá tíma er hins vegar alltaf af því góða því sjálfið okkar á það til að verða svolítið útundan. Sjálfið sem þó ætti alltaf að fá góðan tíma hjá okkur daglega. Að prófa að skrá skapið okkar niður í eina viku niður gæti verið leið sem vísar okkur veginn að einhverju enn skemmtilegra átaki eða leið sem við teldum vera góða fyrir okkur sjálf. Hvers vegna ekki að prófa?
Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02
Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00