Ten5ion heldur í við toppliðin Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 21:18 Ten5ion heldur enn við í topplið Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike eftir góðan sigur gegn SAGA í kvöld. Leikurinn fór fram á Mirage. Ten5ion hafði alla yfirburði í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu þar sóknina meistaralega á Mirage. Pressi, Yzo og Dezt leiddu fellutöflu Ten5ion-manna þar en þeir sigruðu níu af fyrstu tíu lotum leiksins og staðan því 1-9 og Saga-menn töpuðu einvígi eftir einvígi. Leikmenn Saga náðu þó að krafsa nokkrar lotur til baka í lok fyrri hálfleiks, og komu stöðunni í 3-10. Ten5ion lét þó ekki deigan síga og fundu sigurleið að nýju. Ten5ion tók því restina af lotum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 3-12 Saga hafði risastórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik, en þeir máttu ekki leyfa Ten5ion að taka fleiri en þrjár lotur til að halda líflínu í leiknum. Þá skiptir skammbyssulotan í upphafi hálfleiks miklu máli, en Saga náðu ekki að knýja fram sigur í henni. Slappt gengi Saga hélt áfram í seinni hálfleik þar sem þeir sigruðu aðeins fjórar lotur. Ten5ion tóku því sannfærandi sigur eftir vægast sagt mikla yfirburði gegn leikmönnum Saga. Lokatölur: 7-16 Eftir svekkjandi tap eru Saga enn með aðeins 2 stig og því komnir í næst neðsta sæti deildarinnar. Ten5ion halda sér áfram í toppbaráttunni og jafna Ármann í öðru sæti með 8 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti
Leikurinn fór fram á Mirage. Ten5ion hafði alla yfirburði í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu þar sóknina meistaralega á Mirage. Pressi, Yzo og Dezt leiddu fellutöflu Ten5ion-manna þar en þeir sigruðu níu af fyrstu tíu lotum leiksins og staðan því 1-9 og Saga-menn töpuðu einvígi eftir einvígi. Leikmenn Saga náðu þó að krafsa nokkrar lotur til baka í lok fyrri hálfleiks, og komu stöðunni í 3-10. Ten5ion lét þó ekki deigan síga og fundu sigurleið að nýju. Ten5ion tók því restina af lotum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 3-12 Saga hafði risastórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik, en þeir máttu ekki leyfa Ten5ion að taka fleiri en þrjár lotur til að halda líflínu í leiknum. Þá skiptir skammbyssulotan í upphafi hálfleiks miklu máli, en Saga náðu ekki að knýja fram sigur í henni. Slappt gengi Saga hélt áfram í seinni hálfleik þar sem þeir sigruðu aðeins fjórar lotur. Ten5ion tóku því sannfærandi sigur eftir vægast sagt mikla yfirburði gegn leikmönnum Saga. Lokatölur: 7-16 Eftir svekkjandi tap eru Saga enn með aðeins 2 stig og því komnir í næst neðsta sæti deildarinnar. Ten5ion halda sér áfram í toppbaráttunni og jafna Ármann í öðru sæti með 8 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti