Hazard er hættur í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 09:29 Árin hjá Real Madrid voru Eden Hazard erfið enda mikið meiddur. Getty/Diego Souto Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard hefur tilkynnt þá ákvörðunina að setja fótboltaskóna upp á hillu aðeins 32 ára gamall. Hazard var einn besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann spilaði með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en ferillinn hefur verið á hraðri niðurleið eftir að Real Madrid keypti hann á hundrað milljónir evra árið 2019. Harzard tilkynnti það á samfélagsmiðlinum Instagram að fótboltaskórnir hans væru komnir upp á hillu eftir sextán ár og meira en sjö hundruð spilaða leiki. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hazard var aðeins 28 ára gamall þegar hann fór til Real Madrid og átti þá að eiga sín bestu ár eftir. Tímabilin með Real Madrid voru hins vegar hrein hörmung og í sumar komust hann og Real madrid að samkomulagi um að rifta samning hans. Hazard var lofaður fyrir að vera teknískur, skapandi og útsjónarsamur leikmaður en leikformið var oft til vandræða. Þegar hann meiddist hjá Real Madrid gekk honum skelfilega að halda af sér kílóunum sem gerði endurkomuna enn erfiðari. Hazard var lengi fyrirliði belgíska landsliðsins en hann skoraði 33 mörk í 126 landsleikjum. Hann sló fyrst í gegn hjá Lille en varð að stórstjörnu í enska boltanum. Hazard skoraði 85 mörk í 245 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni frá 2012 til 2019 en hann vann ensku deildina tvisvar, enska bikarinn einu sinni og Evrópudeildina tvisvar með Lundúnafélaginu. Hazard skoraði aðeins 7 mörk í 76 leikjum í öllum keppnum á fjórum tímabilum sínum með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Hazard var einn besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann spilaði með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en ferillinn hefur verið á hraðri niðurleið eftir að Real Madrid keypti hann á hundrað milljónir evra árið 2019. Harzard tilkynnti það á samfélagsmiðlinum Instagram að fótboltaskórnir hans væru komnir upp á hillu eftir sextán ár og meira en sjö hundruð spilaða leiki. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hazard var aðeins 28 ára gamall þegar hann fór til Real Madrid og átti þá að eiga sín bestu ár eftir. Tímabilin með Real Madrid voru hins vegar hrein hörmung og í sumar komust hann og Real madrid að samkomulagi um að rifta samning hans. Hazard var lofaður fyrir að vera teknískur, skapandi og útsjónarsamur leikmaður en leikformið var oft til vandræða. Þegar hann meiddist hjá Real Madrid gekk honum skelfilega að halda af sér kílóunum sem gerði endurkomuna enn erfiðari. Hazard var lengi fyrirliði belgíska landsliðsins en hann skoraði 33 mörk í 126 landsleikjum. Hann sló fyrst í gegn hjá Lille en varð að stórstjörnu í enska boltanum. Hazard skoraði 85 mörk í 245 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni frá 2012 til 2019 en hann vann ensku deildina tvisvar, enska bikarinn einu sinni og Evrópudeildina tvisvar með Lundúnafélaginu. Hazard skoraði aðeins 7 mörk í 76 leikjum í öllum keppnum á fjórum tímabilum sínum með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira