Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2023 09:01 Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Facebook Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20. Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20.
Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira