Ósáttir við að landsliðsþjálfarinn hafi líkt Yamal við Messi og Maradona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2023 14:30 Lamine Yamal fagnar fyrsta marki sínu fyrir Barcelona. getty/Fran Santiago Börsungar eru langt frá því að vera sáttir við þjálfara spænska karlalandsliðsins í fótbolta sem líkti ungstirninu Lamine Yamal við tvo af bestu fótboltamönnum sögunnar. Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid. Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira