Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. október 2023 10:57 Selma Björnsdóttir og Regína Ósk stýrðu árshátíð Rio Tinto á meðan Vök spilaði alla sína slagara í Eldborg. Regína Ósk/Mummi Lú Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin. Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin.
Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira