Halda HM í fótbolta saman en rífast um að fá úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 09:00 Spánn og Marokkó mættust í sextán liða úrslitum á síðasta HM og þar fagnaði Marokkó sigri í vítakeppni. Getty/Marvin Ibo Guengoe Í vikunni var tilkynnt að Spánn, Marokkó og Portúgal muni halda saman heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þjóðirnar þurfa því að vinna vel saman en strax má lesa fréttir um ósætti þeirra á milli. Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023 HM 2030 í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023
HM 2030 í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira