Októberspá Siggu Kling: Þú fyllist krafti til að klára gömul mál Sigga Kling skrifar 6. október 2023 06:00 Elsku Krabbi, það eru í gangi hjá þér svo mismunandi tilfinningar. Eina klukkustundina er allt í súper lagi en þá næstu finnur þú fyrir depurð. Þetta er eðlilegt því að þú ert tengdur við öfl landsins. Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Inn kemur sterkur kraftur í kringum 7. október. Snýst margt þér í vil um miðjan mánuðinn, stendur 16. október þar upp úr. Það var frekar skrítið þegar ég skoðaði kortið þitt hvað talan 7 kom oft upp. 25. október er líka merkilegur því þar í kring er einhvers konar magnari á því sem þú ert að gera. Ef þú stingur höfðinu í sandinn frekar heldur en að horfa fram á veginn þá heldur þetta tímabil þér föstum en ef þú heldur þér við það að vera glaður og spenntur yfir lífinu þá stoppar þig ekkert. Klippa: Októberspá Siggu Kling - Krabbinn Ástin er í kringum þig en þú gætir haft þá tilhneigingu að reyna að ýta henni frá þér. Þú verður ekki í miklu stuði til að hleypa að þér þeim sem eru að reyna að koma inn í líf þitt. Láttu þig hafa það að tala við þá sem fara í taugarnar á þér, eitthvað stórmerkilegt á eftir að gerast tengt persónum sem að í raun elska þig. Ef þig vantar hjálp, húsnæði, vinnu eða hvað sem er, þá leynist svarið í því opna á tengingar. Þegar tilfinningarnar flökta þá dettur þú í það að hugsa um fortíðina og það eina sem er að bíta þig eru hugsanir. Þolinmæði þín mun aukast. Þú fyllist krafti til að klára gömul mál. Ef þér finnst þú vera þreyttur þá þarftu að skoða af hverju það er. Þú þolir ekki að eyða tímanum þínum í hvíld. Það sem er merkilegast fyrir þennan mánuð er að þú færð verðlaun, viðurkenningu fyrir eitthvað óvænt sem þú átt skilið. Þú lætur ekki skoðanir annarra skipta máli, þú hefur gengið í gegnum ýmislegt í ástarmálum. Ró, friður og vinátta eru lykilorðin, sýndu ást og væntumþykju þolinmæði því að þá blómstrar þú. Þetta er góður mánuður sem myndar upphaf og sterkar undirstöður fyrir þig út árið. Knús og kossar Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Inn kemur sterkur kraftur í kringum 7. október. Snýst margt þér í vil um miðjan mánuðinn, stendur 16. október þar upp úr. Það var frekar skrítið þegar ég skoðaði kortið þitt hvað talan 7 kom oft upp. 25. október er líka merkilegur því þar í kring er einhvers konar magnari á því sem þú ert að gera. Ef þú stingur höfðinu í sandinn frekar heldur en að horfa fram á veginn þá heldur þetta tímabil þér föstum en ef þú heldur þér við það að vera glaður og spenntur yfir lífinu þá stoppar þig ekkert. Klippa: Októberspá Siggu Kling - Krabbinn Ástin er í kringum þig en þú gætir haft þá tilhneigingu að reyna að ýta henni frá þér. Þú verður ekki í miklu stuði til að hleypa að þér þeim sem eru að reyna að koma inn í líf þitt. Láttu þig hafa það að tala við þá sem fara í taugarnar á þér, eitthvað stórmerkilegt á eftir að gerast tengt persónum sem að í raun elska þig. Ef þig vantar hjálp, húsnæði, vinnu eða hvað sem er, þá leynist svarið í því opna á tengingar. Þegar tilfinningarnar flökta þá dettur þú í það að hugsa um fortíðina og það eina sem er að bíta þig eru hugsanir. Þolinmæði þín mun aukast. Þú fyllist krafti til að klára gömul mál. Ef þér finnst þú vera þreyttur þá þarftu að skoða af hverju það er. Þú þolir ekki að eyða tímanum þínum í hvíld. Það sem er merkilegast fyrir þennan mánuð er að þú færð verðlaun, viðurkenningu fyrir eitthvað óvænt sem þú átt skilið. Þú lætur ekki skoðanir annarra skipta máli, þú hefur gengið í gegnum ýmislegt í ástarmálum. Ró, friður og vinátta eru lykilorðin, sýndu ást og væntumþykju þolinmæði því að þá blómstrar þú. Þetta er góður mánuður sem myndar upphaf og sterkar undirstöður fyrir þig út árið. Knús og kossar Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira