Hljóðbrot af samskiptunum sem ollu því að mark Diaz var dæmt af gert opinbert Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 19:25 Luis Diaz var eðlilega steinhissa þegar mark hans gegn Tottenham um síðustu helgi fékk ekki að standa. Ryan Pierse/Getty Images Ensku dómarasamtökin PGMOL hafa gert hljóðbrot af samskiptum dómara og VAR-dómara leiks Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór um síðustu helgi. Það voru heimamenn í Tottenham sem höfðu betur í leiknum, 2-1, eftir sjálfsmark í uppbótartíma, en ekki er hægt að segja að sigurinn hafi verið óumdeildur. Curtis Jones fékk að líta beint rautt spjald í liði Liverpool eftir aðeins um 25 mínútna leik, en þrátt fyrir að vera manni færri virtust gestirnir frá Bítlaborginni vera að taka forystunna stuttu síðar þegar Luis Diaz kom boltanum í netið eftir stungusendingu frá Mohamed Salah. Hins vegar var markið dæmt af vegna rangstöðu við litla hrifningu gestanna frá Liverpool. Atvikið var svo skoðað í VAR-herberginu og þar virtist það vera nokkuð augljóst að Diaz var vissulega ekki rangstæður þegar sendingin frá Salah kom. Þrátt fyrir það var rangstöðudómurinn látinn standa og eftir að hafa misst annan mann af velli með rautt spjald mátti Liverpool þola 2-1 tap eftir sjálfsmark frá Joel Matip í uppbótartíma síðari hálfleiks. PGMOL can confirm that we have carried out a review into the circumstances which led to the Luis Diaz goal being incorrectly disallowed for offside in the Premier League match between Tottenham Hotspur FC and Liverpool FC.Full statement and the audio between the on-field team… pic.twitter.com/j1YKK1gAzH— PGMOL (@FA_PGMOL) October 3, 2023 Ensku dómarasamtökin PGMOL viðurkenndu mistök strax eftir leik og þeir Simon Hooper, dómari leiksins, og Darren England, VAR-dómari, hafa verið settir í kælingu eftir mistökin. Nú hafa samtökin birt hljóðupptöku af samskiptum dómarateymisins á meðan leik stóð. Þar má heyra að um misskilning milli manna var að ræða þar sem Darren England í VAR-herberginu hélt að dómarateymið á vellinum hefði dæmt mark. Dómararnir á vellinum dæmdu hins vegar rangstöðu og leyfðu leikmönnum Tottenham því að taka aukaspyrnuna þegar þeir fengu skilaboð um það að búið væri að skoða atvikið og að dómurinn á vellinum myndi standa. Samskipti dómaranna má hlusta á með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool vill fá að heyra samtöl dómaranna Liverpool er hreinlega ekki tilbúið að sætta sig við útkomu helgarinnar þar sem löglegt mark var dæmt af liðinu í fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. 3. október 2023 09:31 Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 2. október 2023 13:00 Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Fá ekki að dæma fleiri leiki í þessari umferð Darren England og Dan Cook hafa verið leystur frá störfum sínum sem dómarar í næstu leikjum ensku úrvalsdeildinnar eftir að hafa gerst sekir um slæm mistök í VAR herberginu í leik Tottenham og Liverpool í gær. 1. október 2023 11:33 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Það voru heimamenn í Tottenham sem höfðu betur í leiknum, 2-1, eftir sjálfsmark í uppbótartíma, en ekki er hægt að segja að sigurinn hafi verið óumdeildur. Curtis Jones fékk að líta beint rautt spjald í liði Liverpool eftir aðeins um 25 mínútna leik, en þrátt fyrir að vera manni færri virtust gestirnir frá Bítlaborginni vera að taka forystunna stuttu síðar þegar Luis Diaz kom boltanum í netið eftir stungusendingu frá Mohamed Salah. Hins vegar var markið dæmt af vegna rangstöðu við litla hrifningu gestanna frá Liverpool. Atvikið var svo skoðað í VAR-herberginu og þar virtist það vera nokkuð augljóst að Diaz var vissulega ekki rangstæður þegar sendingin frá Salah kom. Þrátt fyrir það var rangstöðudómurinn látinn standa og eftir að hafa misst annan mann af velli með rautt spjald mátti Liverpool þola 2-1 tap eftir sjálfsmark frá Joel Matip í uppbótartíma síðari hálfleiks. PGMOL can confirm that we have carried out a review into the circumstances which led to the Luis Diaz goal being incorrectly disallowed for offside in the Premier League match between Tottenham Hotspur FC and Liverpool FC.Full statement and the audio between the on-field team… pic.twitter.com/j1YKK1gAzH— PGMOL (@FA_PGMOL) October 3, 2023 Ensku dómarasamtökin PGMOL viðurkenndu mistök strax eftir leik og þeir Simon Hooper, dómari leiksins, og Darren England, VAR-dómari, hafa verið settir í kælingu eftir mistökin. Nú hafa samtökin birt hljóðupptöku af samskiptum dómarateymisins á meðan leik stóð. Þar má heyra að um misskilning milli manna var að ræða þar sem Darren England í VAR-herberginu hélt að dómarateymið á vellinum hefði dæmt mark. Dómararnir á vellinum dæmdu hins vegar rangstöðu og leyfðu leikmönnum Tottenham því að taka aukaspyrnuna þegar þeir fengu skilaboð um það að búið væri að skoða atvikið og að dómurinn á vellinum myndi standa. Samskipti dómaranna má hlusta á með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool vill fá að heyra samtöl dómaranna Liverpool er hreinlega ekki tilbúið að sætta sig við útkomu helgarinnar þar sem löglegt mark var dæmt af liðinu í fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. 3. október 2023 09:31 Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 2. október 2023 13:00 Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Fá ekki að dæma fleiri leiki í þessari umferð Darren England og Dan Cook hafa verið leystur frá störfum sínum sem dómarar í næstu leikjum ensku úrvalsdeildinnar eftir að hafa gerst sekir um slæm mistök í VAR herberginu í leik Tottenham og Liverpool í gær. 1. október 2023 11:33 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Liverpool vill fá að heyra samtöl dómaranna Liverpool er hreinlega ekki tilbúið að sætta sig við útkomu helgarinnar þar sem löglegt mark var dæmt af liðinu í fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. 3. október 2023 09:31
Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 2. október 2023 13:00
Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01
Fá ekki að dæma fleiri leiki í þessari umferð Darren England og Dan Cook hafa verið leystur frá störfum sínum sem dómarar í næstu leikjum ensku úrvalsdeildinnar eftir að hafa gerst sekir um slæm mistök í VAR herberginu í leik Tottenham og Liverpool í gær. 1. október 2023 11:33
VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti