Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 3-1 | Stjörnumenn nældu sér í farseðil í Evrópukeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 2. október 2023 21:04 Hilmar Árni Halldórsson skorar hér annað mark Stjörnunnar í leiknum. Visir/Hulda Margrét Stjarnan fór með 3-1 sigur af hólmi þegar liðið fékk nýkrýnda Íslands- bikarmeistara, Víking, í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabænum í 26. og næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjörnumenn hafa þar af leiðandi tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig eftir þennan sigur en FH og KR eru þar fyrir neðan með 37 stig hvort lið þegar ein umferð er eftir. Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir strax eftir um það bil fimm mínútna leik. Eggert Aron fékk þá sendingu frá Örvari Loga Örvarssyni og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Eggert Aron Guðmundsson var einkar góður í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Svo var komið að Hilmari Árna Halldórssyni en hann tvöfaldaði forystu Stjörnuliðsins með ansi snotru marki nokkrum mínútum síðar. Hilmar Árni fékk stungusendingu frá Emil Atlasyni og sá að Þórður Ingason var staddur framarlega í marki Víkings. Hilmar Árni lyfti boltanum yfir Þórð og boltinn fór í fallegum sveig í markið. Eggert Aron bætti svo þriðja marki Stjörnunnar við eftir tæplega klukkutíma leik. Það mark var af dýrari gerðinni en Eggert Aron lét skotið þá ríða af með vinstri færi og boltinn söng í samskeytunum. Helgi Guðjónsson skoraði sárabótarmark fyrir Víking þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar við sat og niðurstaðan sannfærandi sigur Stjörnumanna sem færir liðinu þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Ingvar Jónsson, Gunnar Vatnhamar, Matthías Vilhjálmsson, Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson voru ekki í leikmannahópi Víkings í þessum leik. Þá sat Pablo Puneyd allan tímann á varamannabekk gestanna úr Fossvoginum og Aron Elís Þrándarson spilaði í fáeinar mínútur. Af hverju vann Stjarnan? Í opnum og afar skemmtilegum fótboltaleik nýttu Stjörnumenn betur þau færi sem þeir fengu. Stjörnuliðið var með fjölmörg vopn í vopnabúri sínu í sóknarleiknum og léku á als oddi í þessum leik. Hverjir voru bestir á vellinum? Eggert Aron skoraði tvö falleg mörk og var auk þess frábær inni á miðsvæðinu eins og hann hefur verið í allt sumar. Markið hjá Hilmari Árna var svo augnayndi og hann var iðinn við að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður með sendingum sínum. Guðmundur Kristjánsson og Sindri Þór Ingimarsson stigu fá sem engin feilspor í miðri vörn Stjörnunnar og þar fyrir aftan var Árni Snær Ólafsson öruggur í sínum aðgerðum. Guðmundur Kristjánsson skallar boltann frá marki Stjörnumanna. Vísir/Hulda Margrét Vinstri bakverðirnir Örvar Logi Örvarsson og Karl Friðleifur Gunnarsson áttu báðir góðan leik. Hvað gekk illa? Danijel Dujan Djuric, kantmaður Víkings, og Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, fengu hvor um sig urmul af færum til þess að komast á blað í leiknum en varð ekki árangur sem erfiði. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Breiðabliki í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. Fyrir þann leik er Breiðablik sæti neðar en Stjarnan með tveimur stigum minna. Víkingur etur hins vegar kappi við Val á laugardaginn næsta. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík
Stjarnan fór með 3-1 sigur af hólmi þegar liðið fékk nýkrýnda Íslands- bikarmeistara, Víking, í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabænum í 26. og næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjörnumenn hafa þar af leiðandi tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig eftir þennan sigur en FH og KR eru þar fyrir neðan með 37 stig hvort lið þegar ein umferð er eftir. Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir strax eftir um það bil fimm mínútna leik. Eggert Aron fékk þá sendingu frá Örvari Loga Örvarssyni og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Eggert Aron Guðmundsson var einkar góður í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Svo var komið að Hilmari Árna Halldórssyni en hann tvöfaldaði forystu Stjörnuliðsins með ansi snotru marki nokkrum mínútum síðar. Hilmar Árni fékk stungusendingu frá Emil Atlasyni og sá að Þórður Ingason var staddur framarlega í marki Víkings. Hilmar Árni lyfti boltanum yfir Þórð og boltinn fór í fallegum sveig í markið. Eggert Aron bætti svo þriðja marki Stjörnunnar við eftir tæplega klukkutíma leik. Það mark var af dýrari gerðinni en Eggert Aron lét skotið þá ríða af með vinstri færi og boltinn söng í samskeytunum. Helgi Guðjónsson skoraði sárabótarmark fyrir Víking þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar við sat og niðurstaðan sannfærandi sigur Stjörnumanna sem færir liðinu þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Ingvar Jónsson, Gunnar Vatnhamar, Matthías Vilhjálmsson, Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson voru ekki í leikmannahópi Víkings í þessum leik. Þá sat Pablo Puneyd allan tímann á varamannabekk gestanna úr Fossvoginum og Aron Elís Þrándarson spilaði í fáeinar mínútur. Af hverju vann Stjarnan? Í opnum og afar skemmtilegum fótboltaleik nýttu Stjörnumenn betur þau færi sem þeir fengu. Stjörnuliðið var með fjölmörg vopn í vopnabúri sínu í sóknarleiknum og léku á als oddi í þessum leik. Hverjir voru bestir á vellinum? Eggert Aron skoraði tvö falleg mörk og var auk þess frábær inni á miðsvæðinu eins og hann hefur verið í allt sumar. Markið hjá Hilmari Árna var svo augnayndi og hann var iðinn við að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður með sendingum sínum. Guðmundur Kristjánsson og Sindri Þór Ingimarsson stigu fá sem engin feilspor í miðri vörn Stjörnunnar og þar fyrir aftan var Árni Snær Ólafsson öruggur í sínum aðgerðum. Guðmundur Kristjánsson skallar boltann frá marki Stjörnumanna. Vísir/Hulda Margrét Vinstri bakverðirnir Örvar Logi Örvarsson og Karl Friðleifur Gunnarsson áttu báðir góðan leik. Hvað gekk illa? Danijel Dujan Djuric, kantmaður Víkings, og Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, fengu hvor um sig urmul af færum til þess að komast á blað í leiknum en varð ekki árangur sem erfiði. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Breiðabliki í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. Fyrir þann leik er Breiðablik sæti neðar en Stjarnan með tveimur stigum minna. Víkingur etur hins vegar kappi við Val á laugardaginn næsta.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti