Í tilkynningu frá almannavörnum Spánar segir að fjölda fólks sé enn leitað eftir brunann og því líkur á því að tala látinna fari enn hækkandi.
Í frétt Reuters um brunann er haft eftir Diego Seral, starfsmanni lögreglunnar á Spáni, að allir hinir látnu hafi fundist á sama skemmtistaðnum, sem hafi farið verst út úr brunanum. Þak staðarins hafi hrunið, sem geri leit að fólki erfiðari.
Þá er haft eftir honum að eldsupptök séu enn ókunn.