Sjokkeraðir eftir sturlað sigurmark: „Það fallegasta í sögu Noregs“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 12:30 Moumbagna fagnar og fyrirliðinn Brede Moe trúir vart sínum eigin augum. Skjáskot/Samsett Fótboltaheimurinn á Noregi fór á hliðina í gærkvöld eftir ótrúlegt mark kamerúnska framherjans Faris Moumbagna sem tryggði Bodö/Glimt sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér. Norski boltinn Noregur Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjá meira
Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjá meira