Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 11:31 Magdalena Andersson er fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu. EPA Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“ Svíþjóð Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“
Svíþjóð Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira