Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Crystal Palace í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu í kvöld.
Það var Alejandro Garnacho sem kom heimamönnum yfir á 21. mínútu áður en Casemiro tvöfaldaði forystu liðsins eftir stoðsendingu frá Mason Mount.
Anthony Martial skoraði svo þriðja mark liðsins á 55. mínútu og þar með voru úrslitin ráðin. United er þar með á leið í 16-liðar úrslit enska deildarbikarsins, en liðsmenn Crystal Palace sitja eftir með sárt ennið.
Job done and into the fourth round we go! 👏🔴#MUFC || #CarabaoCup
— Manchester United (@ManUtd) September 26, 2023