Þýski landsliðsþjálfarinn fjarverandi á móti Íslandi í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 11:00 Martina Voss-Tecklenburg ræðir við leikmenn þýska liðsins eftir að það datt úr leik í riðlakeppni HM í sumar. Getty/Elsa Þýska kvennalandsliðið í fótbolta er í vandræðum þessi misserin og þetta er því góður tími fyrir íslensku stelpurnar að mæta þeim í Þjóðadeildinni. Liðin mætast í Bochum í dag. Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira