Svandís matvælaráðherra hefur eignast nöfnu í Keldudal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2023 20:17 Svandís og Sunna í Keldudal en kýrin Svandís er mjög spök og verður vonandi dugleg að framleiða íslenska mjólk í mjaltaþjóni fjóssins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur eignast nöfnu en það er kýr á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Kýrin, sem er rétt rúmlega eins árs þykir efnileg og á vonandi eftir að mjólka mikið í framtíðinni. Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira