Red Bull Racing tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða í Japans-kappakstrinum í gær, annað tímabilið í röð. Bíll austurríska liðsins hefur verið í sérflokki á yfirstandandi tímabili á meðan að bíll Mercedes hefur verið víðs fjarri.
Hamilton, sem skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Mercedes, segist hafa mikla trú á liðinu næstu mánuði en viðurkennir þó að Mercedes verði að halda vel á spilunum.
„Ég hef ekki hugmynd um það á þessari stundu hvar bíll næsta tímabils hjá okkur mun standa, við erum langt, lang frá þeim stað sem við viljum vera á. Næstu sex mánuðir verða að vera bestu sex mánuðir, hvað þróun varðar, í sögu liðsins til þess að brúa bilið. Til þess að sjá til þess að við sjáum að banka á dyrnar.“