Verstappen með níu fingur á titlinum Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 10:32 Max Verstappen með verðlaunagripinn eftir sigurinn í Japan Vísir/Getty Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð. Akstursíþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð.
Akstursíþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira