Fyrsti sigur tímabilsins í hús hjá E­ver­ton

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin fagnar marki sínu í 3-1 sigri Everton í dag.
Dominic Calvert-Lewin fagnar marki sínu í 3-1 sigri Everton í dag. Vísir/Getty

Lærisveinar Sean Dyche í Everton hafa ekki byrjað tímabilið á Englandi vel og voru fyrir leikinn aðeins með eitt stig eftir fyrstu fimm leikina. Brentford var um miðja deild, með sex stig í 11. sæti.

Abdoulaye Doucoure kom Everton á bragðið í dag með marki strax á sjöttu mínútu en Mathias Jensen jafnaði gegn gangi leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Lið Everton spilaði vel í leiknum í dag og fáir betur en James Tarkowski. Hann var frábær í vörninni og kom Everton þar að auki í 2-1 með skalla eftir hornspyrnu á 67. mínútu.

Brentford setti í kjölfarið aukinn kraft í sóknina og það opnaði á möguleika fyrir gestina. Það nýtti Dominic Calvert-Lewin sér þegar hann slapp í gegnum vörn heimamanna og kláraði af öryggi. Calvert-Lewin hefur verið að glíma við meiðsli og gæti reynst Everton dýrmætur á næstu mánuðum.

Lokatölur í dag 3-1 og Everton komið úr fallsæti eftir sigurinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira