Enski boltinn

Luton Town náði í fyrsta úr­vals­deildar­stigið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Markaskorarinn Carlton Morris svekktur að Luton hafi aðeins náð einu stigi í leiknum gegn Wolves.
Markaskorarinn Carlton Morris svekktur að Luton hafi aðeins náð einu stigi í leiknum gegn Wolves. Vísir/Getty

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Luton mistókst að sækja sigur gegn Wolves þrátt fyrir að hafa verið einum fleiri lengi vel og þá var einnig markalaust í Lundúnaslag dagsins.

Luton tók á móti Wolves á heimavelli sínum Kenilworth Road. Fyrri hálfleikur var markalaus en á 39. mínútu fékk Jean-Ricner Bellegarde beint rautt spjald og Úlfarnir því einum færri.

Þeir náðu hins vegar forystunni í upphafi síðari hálfleiks. Pedro Neto gerði þá frábærlega og kláraði framhjá Kaminski í marki Luton. Á 65. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Á punktinn steig Carlton Morris og hann jafnaði metin í 1-1.

Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst heimamönnum ekki að bæta við marki og 1-1 lokatölur leiksins. Þetta er fyrsta stig Luton Town í ensku úrvalsdeildinni.

Í Lundúnaslag Crystal Palace og Fulham var lítið fjör. Sam Johnstone varði nokkrum sinnum vel í marki Palace í leiknum og þá komst Eberechi Eze nálægt því að skora fyrir Palace en skot hans fór rétt framhjá marki gestanna.

Niðurstaðan markalaust jafntefli og bæði lið því áfram með jafnmörg stig rétt fyrir ofan miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×