„Búið að vera æðislegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2023 14:30 Vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur leikið vel með Stjörnunni í sumar. vísir/arnar Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira