Argentínumenn enn bestir, Ísland missir stig eftir tapið gegn Lúxemborg Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2023 19:29 Lionel Messi og félagar í Argentínu þykja enn sterkasta landslið heims. Nýr styrkleikalisti FIFA kom út í dag. Argentína trónir enn á toppnum með Frakkland og Brasilíu stutt á eftir. Ísland missir eitt stig en heldur sæti sínu sem 67. sterkasta landslið heims, tapið gegn Lúxemborg vegur greinilega þyngra en heimasigur gegn Bosníu. Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja. Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja.
Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28
Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00