Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2023 20:06 Reynir elskar að spila á munnhörpuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira