Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 23:07 Kötturinn Snúður var ættleiddur úr dýraathvarfi í Berlín árið 2020. Hörður Ágústsson Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson Kettir Dýr Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson
Kettir Dýr Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira