Segist sjá eftir því að hafa ekki skipt um markmann í miðjum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 09:30 Stuðningsmenn Arsenal mega búast við því að Mikel Arteta nýti skiptingar í leikjum vetrarins til að skipta um markmann. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist oft hafa hugsað um það að skipta um markmann í miðjumn leik og að hann sjái eftir því að hafa ekki gert það hingað til. Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira