Skíttapaði fyrir Íslandsmeistaranum í töfrateningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 23:13 Fréttamaður reyndi hvað hann gat til að skáka Óskari Péturssyni, Íslandsmeistara í töfrateningi, en mátti sín lítils þegar upp var staðið. Vísir/Steingrímur Dúi Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum. Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins. Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira
Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins.
Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira