Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 14:06 Carlos Sainz fagnaði sigri í Singapúr í dag. Kym Illman/Getty Images Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð. Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira