Heimsmeistarinn segir ómögulegt að hann vinni sig upp á verðlaunapall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 10:31 Max Verstappen hefur ekki trú á því að hann muni enda á verðlaunapalli í Singapúr. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður. Akstursíþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira